LOKUM Á LANDSBYGGÐINNI – SKILABOÐIN ERU SKÝR

Yfirlýsing frá stjórnum Félags járniðnaðarmanna á Ísafirði og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga.  Fyrirtækið 3X-stál var stofnað af Ísfirðingum árið 1994 og hefur verið starfrækt á Ísafirði síðan. 3X-stál hefur allar götur síðan verið leiðandi í framleiðslu á hátæknibúnaði fyrir matvælaiðnað. Breytingar á eignarhaldi hafa orðið síðari ár og nú á síðasta ári eignaðist þýska fyrirtækið Baader fyrirtækið…