Aðalfundur félagsins var haldinn þann 8.júní síðast liðin. Á fundinum voru lagðir fram reikningar félagsins til samþykktar , 1 breyting var á stjórn Pétur Hilmarsson lét af störfum eftir í hans stað kom Steinn Daníel Þrastarsson. Umræða var um félagsgjaldið og hlest það óbreytt. Farið var yfir styrki úr sjóðum félagsins og voru samþykktar hækkanir á 2 styrkjum, Heilsurækrarstyrkurinn hækkar úr 35.000kr í 50.000 kr og þá hækkar orlofsstyrkurinn úr 25.000 kr í 30.000 kr . Undir liðnum önnur mál var meðal annars 80 ára afmæli félagsins sem verður á næsta ári og óskar stjórn eftir hugmyndum hvernig við viljium halda uppá þennan áfanga.