Úthlutunarreglur
Styrkir og úthlutunarreglur
Gildandi úthlutunarreglur
Félagið gætir hagsmuna félagsmanna gagnvart atvinnurekendum, er aðili að samningum um kaup og kjör og tryggir félagsmönnum ýmsa aðra þjónustu. Félagið veitir m.a. styrki vegna námskostnaðar og veikinda félagsmanna. Styrkir eru einnig veittir vegna endurhæfingar, forvarna, tækjakaupa o.fl. Nánari upptalning er hér fyrir neðan.
Félagssjóður – Aukin þekking í faggreinum
Rétt til styrkveitinga úr sjóðnum samkvæmt eiga þeir sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum.
- Einungis þeir sem sannanlega greiða eða er greitt af til sjóðsins og verið er að greiða fyrir til sjóðsins þegar réttur til aðstoðar myndast.
- Þeir sem greidd hafa verið af til sjóðsins iðgjöld skv. kjarasamningum í a.m.k. 6 mánuði.
Sérstakur námsstyrkur í faginu | 35.000 kr. á ári en að hámarki 90% af námskostnaði. |
Styrkur vegna sveinsprófs | 50.000 kr. gegn framvísun staðfestingar um próftöku frá IÐUNNI. Greitt einu sinni vegna Sveinsprófs í iðngrein. |
Afsláttur hjá Iðunni fræðslusetri | Framlag atvinnurekanda til Iðunnar Fræðsluseturs tryggir félagsmönnum afslátt af námskeiðum hjá Iðunni. |
Ferðastyrkir Iðan fræðslusetur | Framlag atvinnurekanda til Iðunnar Fræðsluseturs tryggir félagsmönnum ferðastyrk vegna námskeiða hjá Iðunni. Sótt er um hjá Iðunni |
Sjúkrasjóður
- gr. Grundvöllur styrkveitinga úr sjúkrasjóði.
9.1 – Rétt til styrkveitinga úr sjóðnum eiga þeir sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum, sbr. Þó 10. gr.
9.2 – Einungis þeir sem sannanlega greiða eða er greitt af til sjóðsins og verið er að greiða fyrir til sjóðsins þegar réttur til aðstoðar myndast.
9.3 – Þeir sem greidd hafa verið af til sjóðsins 1 % iðgjöld í a.m.k. 6 mánuði.
9.4 – Hafi umsækjandi verið fullgildur aðili í sjúkrasjóði annars félags innan ASÍ þar til hann byrjar greiðslu til sjóðsins, sbr. 10.gr. 9.5.
Hafi iðgjöld til sjúkrasjóðs ekki verið greidd vegna sjóðfélaga, en hann getur fært sönnur á, að félagsgjöld til viðkomandi aðildarfélags hafi samkvæmt reglulega útgefnum launaseðlum verið dregin af launum hans síðustu 6 mánuði, skal hann njóta réttar eins og iðgjöld til sjúkrasjóðs hafi verið greidd.
Sjúkrasjóður – Fjárhagsaðstoð í veikinda-, slysa- og dánartilvikum
Veikindi og slys | Dagpeningagreiðslur í allt að 120 daga skv. 12. gr. reglugerðar sjóðsins. |
Langveik og alvarlega fötluð börn | Dagpeningagreiðslur í allt að 90 daga skv. 12. gr. reglugerðar sjóðsins. |
Alvarleg veikindi maka | Dagpeningagreiðslur í allt að 90 daga skv. 12. gr. reglugerðar sjóðsins. |
Fráfall félagsmanns | Eingreiddar dánarbætur skv. 12. gr. reglugerðar sjóðsins. |
Sjúkrasjóður – Forvarnir og rannsóknir
Heilsurækt | Líkamsræktar og íþróttaiðkunar. Þó að hámarki 35.000 kr. einu sinni á 12 mánaða tímabili. |
Krabbameinsleit | Sjóðurinn endurgreiðir sjóðfélögum kostnað að fullu vegna krabbameinsleitar. |
Speglanir | Sjóðurinn endurgreiðir sjóðfélögum kostnað að fullu vegna speglana á meltingarveg, á öndunarfærum og nýrum, þó að hámarki 30.000 kr einu sinni á 24 mánaða tímabili. |
Hjartarannsókn | Sjóðurinn endurgreiðir sjóðfélögum kostnað að fullu vegna hjartarannsókna, þó að hámarki 30.000 kr. einu sinni á 24 mánaða tímabili. |
Sjúkrasjóður – Tækjakaup, augnaðgerðir og frjósemi
Heyrnarhlífar | Sjóðurinn greiðir 50% af viðurkenndum heyrnarhlífum til varnar heyrnarskaða, þó að hámarki 30.000 kr. einu sinni á 36 mánaða tímabili. |
Hjálpartæki/Stoðtæki | Sjóðurinn greiðir 50% af kostnaði vegna kaupa á naðsynlegum hjálpar- eða stoðtækjum. Þó að hámarki 35.000 kr. einu sinni á 36 mánaða tímabili. |
Heyrnartæki | Sjóðurinn greiðir 50% af kostnaði þó að hámarki 50.000 kr fyrir hvort heyrnartæki einu sinni á 48 mánaða tímabili. |
Gleraugu og linsur. | Sjóðurinn greiðir 50% af kostnaði þó að hámarki 100.000 kr. einu sinni á 48 mánaða tímabili. |
Augnaðgerð, augasteinaskipti | Sjóðurinn greiðir 50% af kostnaði vegna augaðgerða þó að hámarki 50.000 kr. fyrir hvort auga einu sinni. |
Glasa- tæknifrjóvgun | Sjóðurinn greiðir 50% af kostnaði vegna frjósemismerðferðar allt að tvisvar sinnum til sjóðfélaga. Þó ekki meira en 160.000 kr. í hvert skipti. |
Fæðingar/Ættleiðingar | Sjóðurinn greiðir fæðingarstyrk að upphæð 100.000 kr. við fæðingu barns. Við fjölburafæðingu hækkar styrkur um 100.000 kr. fyrir hvert barn. Ef barn fæðist andvana eftir átján vikna meðgöngu er greitt 100% af styrk. Heimilt er að veita styrk vegna ættleiðingar barns skv. þessari grein.
|
Sjúkrasjóður – Endurhæfing og lækningar
Sjúkraþjálfun, sjúkranudd, kírpópraktor. | Vegna endurhæfingar og meðferðar hjá löggiltum aðila endurgreiðir sjóðurinn 4.000 kr. í hvert skipti allt að 24 sinnum á ári þó ekki meira en 50% af kostnaði. |
Viðtalsmeðferðir | Vegna meðferðar hjá sérfræðingi með löggilt starfsleyfi, s.s. sálfræðingi, félagsráðgjafa, geðlækni eða geðhjúkrunarfræðingi. Miðað er við að meðferðaraðili falli ekki undir afsláttarkjör hjá Sjúkratryggingum eins og t.d. á við um geðlækna. Greitt er allt að 6.000 kr fyrir hvert skipti allt að 12 sinnum á ári, þó ekki meira en 50% af kostnaði. |
Meðferð á heilsustofnun | Sjóðurinn greiðir styrk vegna dvalar á viðurkenndri heilsutofnun. Styrkupphæð er að hámarki 4.000 kr. á dag í allt að 24 daga á hverjum 12 mánuðum. Þó ekki meira en 50% af kostnaði. |
Tannlækningar | Sjóðurinn endurgreiðir 50% af þeirri upphæð sem er umfram 50.000 kr. Styrkurinn er þó að hámarki 60.000 einu sinni á 24 mánaða tímabili. |
Ferðakostnaður vegna veikinda félagsmanns. | Hafi félagsmaður fengið synjun um greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands greiðir félagið kostnað skv. reglum Sjúkratrygginga Íslands. Með umsókn þarf að fylgja: Vottorð um nauðsynlega ferð, staðfestingu á komu til læknis, synjunarbréf frá SÍ. Farseðlar eða nótur vegna eldsneytis. Hámark tvær ferð á hverju 12 mánaða tímabili. |
Orlofssjóður – Niðurgreidd orlofsdvöl – Ferðaávísun
Fyrir alla greiðandi og gjaldfrjálsa félagsmenn.
Sjóðurinn
Íbúðir og sumarhús | Sjóðurinn í samstarfi við Verk Vest leigir félagsmönnum íbúðir og sumarhús víðs vegar um landið á niðurgreiddu verði. |
Miðar og kort | Sjóðurinn í samstarfi við Verk Vest selur miða og kort svo sem Veiðikortið og Útilegukortið á niðurgreiddu verði. |
Ferðaávísun | Sjóðurinn í samstarfi við Verk Vest selur ferðaávísanir á niðurgreiddu verði sem veita aðgang að hótelum og gistiheimilum um allt land. |
Orlofsstyrkur | Sjóðurinn endurgreiðir kostnað vegna gistingar á tjaldsvæði. Greitt er að hámarki 15.000 kr. einu sinni á 12 mánaða tímabili.
|
Félag Járniðnaramanna – Leiðbeiningar fyrir umsóknir
Umsóknir
Umsóknir þarf að fylla rétt út. Starfsmaður Sjúkrasjóðs hefur ekki heimild til að afgreiða umsóknir nema þær séu rétt út fylltar og öll nauðsynleg fylgiskjöl, s.s. læknisvottorð o.s.frv. liggi fyrir. Rétt út fylltar umsóknir og fylgigögn þurfa að berast á réttum tíma að öðrum kosti frestast afgreiðsla til næstu úthlutunar.
- Umsóknir um dagpeninga og bætur þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar.
- Umsóknir um styrki (heilsurækt, hjálpartæki osfrv.) þurfa að berast fyrir 14. eða 29. dag hvers mánaðar.
- Dagpeningar eru greiddir út mánaðarlega, síðasta virka dag hvers mánaðar.
- Styrkir eru greiddir 15. og síðasta virka dag hvers mánaðar og berist umsóknir eða gögn vegna umsókna of seint bíður greiðsla vegna umsóknarinnar í tvær vikur.
- Ekki eru gerðar undantekningar á greiðsludögum nema ljóst sé að starfsmenn félagsins hafi gert mistök og að þess vegna hafi greiðsla ekki verið innt af hendi.
Gögn
Nauðsynleg gögn verða að liggja fyrir til að sjóðfélagi geti fengið greitt úr sjóðnum. Þessi gögn eru:
- Styrkir: Sundurliðaðir reikningar með nafni umsækjanda sem sannanlega eru greiddir. Á reikningunum þarf að vera útgáfudagur reiknings, áritun/stimpill/merki þess er gefur reikninginn út með upplýsingum um nafn, starfsheiti, kennitölu og heimilisfang eða síúmer.
- Styrkir: Upplýsingar um fjöldi skipta og dagsetningar meðferða eða kaupa á vöru eða þjónustu sem aðeins sjóðfélagi hefur nýtt sér skal koma fram á reikningi.
- Dagpeningar: Nýtt læknisvottorð á íslensku skal fylgja. Sjóðurinn endurgreiðir umsækjanda læknisvottorð sé umsókn hans gild og tekin til greina.
- Dagpeningar: Staðfesting atvinnurekanda á starfshlutfalli og starfstíma og að veikindaréttur sé tæmdur og launagreiðslum frá atvinnurekanda sé lokið.
- Dvöl á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði: Fylgigögn samkvæmt lið a og b ásamt læknisvottorði frá þeim lækni sem sendi viðkomandi til dvalarinnar.
- Réttur til dagpeninga í veikinda- og slysaforföllum fyrnist sé hans ekki vitjað innan tólf mánaða frá því að bótaréttur skapaðist.
- Umsókn vegna styrkja skal berast innan 12 mánaða frá útgáfudegi reiknings.
Læknisvottorð
Við umsókn um sjúkradagpeninga verður að leggja fram fullgilt læknisvottorð á íslensku. Ef læknisvottorðið er tímabundið er umsækjenda bent á að endurnýja það og koma til Sjúkrasjóðs standi óvinnufærni lengur en upphaflegt vottorð sagði til um. Læknisvottorð eldri en 3ja mánaða eru ekki tekin gild þegar sótt er um sjúkradagpeninga eða bætur. Sjúkrasjóður greiðir kostnað við endurnýjun vottorða.
Aðrir Sjúkrasjóðir ASÍ félaga
Vegna samninga um réttindaflutning milli sjúkrasjóða ASÍ félaga er nauðsynlegt að geta um greiðslur annarra sjúkrasjóða ASÍ félaga.