Upplýsingar til atvinnurekenda
Rafræn skil
Stéttarfélagsnúmer Félags járniðnaðarmanna er 423
Ekki þarf veflykil/lykilorð fyrir rafræn skil til félagsins.
Vefþjónusta vegna rafrænna skila er á slóðinni: https://secure.verkvest.is:4443/FELJARN/fundpayments
Þessar upplýsingar er jafnframt að finna á www.skilagrein.is undir innheimtuaðilar.
Við tökum á móti skilagreinum á SAL-formi (textaskrár) í tölvupósti á netfangið: jarn@verkvest.is
Upplýsingar um iðngjöld
Félag járniðnaðarmanna nr. 423
Kennitala: 590272-0199
Bankareikningur vegna félagsgjalda: 0556-26-10412
Iðgjöld sem launagreiðendur eiga að standa skil á eru sem hér segir (gjaldstofn er heildarlaun):
- Félagsgjald er 0,60% af launum frá og með 01.01.2022.
- Sjúkrasjóðsgjald 1%
- Orlofssjóðsgjald 0,25%
Iðan fræðslusetur tekur á móti iðgjaldi í fræðslusjóð E460, gjaldið er 0,5% Birta lífeyrissjóður innheimtir gjöldin og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins www.birta.is
Að auki skal greiða 0,10% í Endurhæfingarsjóð, sem skilast til lífeyrissjóðsins Gildi samhliða lífeyrisiðgjöldum.
Stéttarfélög – skilagrein
Vinsamlegast vistið skjalið og fyllið út á tölvunni og sendið síðan sem viðhengi með tölvupósti á jarn@verkvest.is